Vetrar skelfiskisúpa með dilli og sýrðum rjóma

Það sem til þarf er:

f. 4

1 tsk. ólífuolía

1 laukur, saxaður

2 sellerýstilkar, saxaðir

1 hvítlauksrif, marið

175 ml. hvítvín

3 dl kjúklingasoð

1 msk. maismjöl + 1 msk. vatn, hrært saman ímauk

400 gr. poki af blönduðum frosnum skelfiski

1 búnt dill

5 msk, sýrður rjómi

Crostini:

Snittubrauð

Ólfuolía

Hvítlauksrif, í sneiðum

Fiskisúpudagur í dag!   Dillið gefur súpunni mildan og léttan anískeim. Full af fiski og góðgæti með stökku hvítlauksbrauði, passar akkúrat í dag. 

Svona er aðferðin:

Olían er hituð á pönnu, laukurinn, hvítluakurinn og selleríið er steikt þar til það er orðið meyrt, þá er hvítvíninu bætt við og soðið niður á háum hita þar til vínið er að mestu gufað upp.  Þá er soði, rjóma og maismjöls maukinu hrært útí og mallað í 5 mín., hræra í á meðan þykknar, kryddað með salti og pipar. Þá er dilli og skelfiski bætt við og látið malla rólega í nokkrar mínútur.  Potturinn er tekinn af hitanum og sýrða rjómanum er hrært útí. Brauðið er skorið í nokkuð þykkar sneiðar og olíu er smurt á þær og svo grillaðar þar til þær eru gylltar.  Á meðan þær eru enn heitar eru þær nuddaðar með hvítlaukssneiðunum, svo þær verða ilmandi.

Verði þér að góðu :-)

Fyrir þig í dag 🥣🍂