Lax með steinselju salsa

Það sem til þarf er:

F. 6

3 msk. fín söxuð ítölsk steinselja

4 tsk. kapers

1 msk. fín saxaður vorlaukur

1 tsk. pressaður hvítlaukur

1/3 bolli extra-virgin ólívu olía

1 msk. sítrónusafi

6 stk. þykk miðju stykki af laxi

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Meðlæti:

Ferskt gott salat að eigin vali.

Klárt á korteri!!  Hollt og gómsætt en tekur næstum enga stund.  

Svona geri ég:

Steinselja, kapers, vorlauk og hvítlauk er blandað saman í skál, rúmlega helmingurinn af olíunni er settur út í ásamt sítrónusafanum, kryddað til með salti og pipar.  Grillpanna er hituð á meðalhita.  Laxinum er velt upp úr restinni af olíunni og steiktur á pönnunni í 2-3 mín., á hvorri hlið, eða þar til hann er næstum gegn steiktur, saltaður og pipraður.  Bor á borð með fersku góðu salati og steinselju salsanu.

Verði þér að góðu :-)

Enga stund á borðið 🌱