Marsipan sniglar

Það sem til þarf er:

ca. 12 venjulegir sniglar, eða 24 litlir

1 smjördeigsrúlla

200 gr. Ren Rå marsipan, frá Odense

1/2 dl sulta, best er að nota skógarberja- eða hindberjasultu

1 egg

2 msk. hrásykur eða perlusykur

Glassúr:

Eggjahvíta

Flórsykur

Þessir sóma sér vel með sunnudagskaffinu :-) Fljótlegt, gott nýbakað og frystist vel.

Svona gerir þú:

Ofninn hitaður í 200°C. Smjördeigsrúllunni er rúllað út og sultunni smurt yfir, nema 3 cm af kantinum. Marsipanið er rifið á rifjárni og dreift yfir. Ég sker rúlluna í tvennt langsum og rúlla henni í tvær lengjur, sem eru svo skornar í sneiðar, um 12 stk. hvor, 24 stk. í allt og settar í lítil cupcake form, eða ef þú vilt stærri snigla þá rúllarðu rúllunni allri saman og skerð hana í 12 stk. Eggið er létt pískað og sniglarnir penslaðiðr með því, síðan er sykrinum stráð yfir. Bakaðir í um 15 mín. (þurfa að vera lengur ef þeir eru stærri). Geymast í frysti bakaðir, fljótlegt að hita í ofninum. Mér finnst fallegt að drussa glassúr yfir, fyrir lookið aðallega, en það er sko ekkert verra á í munni skal ég segja þér

Glassúr: Eggjahvítan er létt þeytt og flórsykri hrært samanvið ar til hræran verður seig fljótandi. Þá er gaffli eða teskeið stungið ofaní og glassurnum dreyft yfir sniglana.

Verði þér að góðu :-)

Ahhh 🙂