Pítubrauð með rósmarín

Það sem til þarf er:

1 pakki pítubrauð

Gróft sjávarsalt

Extra virgin ólífuolía

Ferskar greinar af rósmarín

Frábært meðlæti:

Marineraður fetaostur

Smjörbauna hummus

Mér finnst þetta snakk með því betra með heitum eða köldum ostum, allskonar nammi eins og t.d. hummus eða heitri ostaídýfu :-)

Svona geri ég:

pOfninn er hitaður í 200°C. Pítubrauðunum er stungið í brauðristina nógu lengi til að þau blási út án þess að ristast. Um leið og þau eru nógu köld til að meðhöndla eru þau klofin í tvennt. Þeim er raðað með sárið upp á ofngrind og olía pensluð yfir og síðan er sjávarsalti og söxuðum rósmaríngreinum drussað yfir. Bakað í 5-10 mín., eða þar til þau eru gyllt og ristuð. Látin kólna áður en þau brotin og rifin og borin fram með meðlæti að þínum smekk.

Verði þér að góðu :-)

Partý time :)