Roast beef

Það sem til þarf er:

f. 2

3-400 gr. af góðri nautasteik eða afgangar af annarri góðri steik

2 sneiðar af súrdeigsbrauði eða annað gott dökkt brauð

Í remúlaði:

Majones

Dijon sinnep

Sætt sinnep

Relish

Karrý

Söxuð fersk steinselja

Ofaná, mitt val:

Heimalagað remúlaði

Asíur

Súrar gúrkur

Ferskjur í dós

Tómatar

Ef þú ert svo heppin að eiga afgang af helgarsteikinni, er frábært að nýta hana til að búa til girnilegt "smörrebröd" það er varla hægt að hugs sér betra :-)

Svona er farið að:

Steikin er söltuð og pipruð með nýmöluðum svörtum pipar. Panna er hituð þar til hún ver vel heit. Steikin er steikt í 2-4 mín. á hlið eftir hvað þú vilt hafa hana mikið steikta. Það er nauðsynlegt að láta hana standa á disk og hvílast eftir steikinguna. Á meðan er upplagt að búa til remúlaðið. Ég set engin hlutföll því ég slumpa alltaf og smakka til á víxl þar til mér finnst remúlaðið gott. Stökk ofnseikt púrra er eitt af því sem mér finnst ómissandi líka, þú finnur upp-skriftina hér, en steiktur laukur úr poka er líka fínn. Svo er að setja herlegheitin saman, ég smyr brauðið með smá majó, síðan er steikin skorin í fallegar nokkuð þunnar sneiðar (1cm). Mér finnst mikilvægt að velta sneiðunum uppúr safanum sem lekur að steikunum. Kjötinu er jafnað á milli brauðsneiðanna, síðan set ég vel af remúlaði (elska allt með majonesi, slatta af súrum gúkurm, sneiðar af asíum, nokkra báta af ferskjum og tómötum. Svo kemur pies de resistance, stökkri púrru staflað fjallhátt... ég, með hníf og gaffal að vopni set diskinn fyrir framan mig og þá er ég komin nokkuð nálægt himnaríki.

Verði þér að góðu :-)

Oh, mæ ómæ 😮