Doritos tortellini

Það sem til þarf er:

F. 4

1 laukur, saxaður

1 rauð paprika, fræhreinsuð og söxuð

1 box sveppir, saxaðir

1 lítill haus brokkolí, saxaður

1 sólo hvítlaukur, saxaður

1 grænt chili, fræhreinsað og saxað

Gott alhliða krydd, eins og t.d. "Best á allt" "Perfect pinch,Cajun" og "Herbes de Provencal"

Sjávarsalt og nýalaður svartur pipar

Olía og smjör til jafns, til að steikja uppúr

1 poki ferskt tortellini með skinku og osti, soðinn skv. leiðb. á pakka

2.5 dl matreiðslurjómi

1 piparostur

1 grænmetisteningur

Dodritos með osti

Rifinn ostur


Appelsínugul viðvörun, aftur....... í alvöru talað!!! Það hefur ekki verið hægt að opna hurð eða glugga í allan dag, öskrandi vindur, skafrenningur og bylur, það kallar á kósýmat í sínu besta formi, pasta með ostasósu, krönsý toppur og fullt af góðu grænmetibakað í ofninum. Allir heimilismenn boðra þennan rétt með bestu list. Ég gerði þennan rétt mjög oft þegar allar stelpurnar okkar voru enn heima, en ef það eru bara tveir í heimili eins og hjá mér núna, má bara frysta rest og borða seinna, eða hita daginn eftir, ef maður nennir ekki að elda daglega. Já, það skeður, oft... ;-D

Svona gerir þú:

Grænmetið er steikt í blöndu af olíu og smjöri þar til grænmetið er farið að mýkjast. Kryddað til með salti, pipar og góum alhliða kryddum. Osturinn er skorinn í bita og bræddur í rjómanum. Mér finnst gott að láta ostinn bráðna að mestu leyti í helmingnum af rjómanum, setja síðan restina af honum út í ásamt grænmetisteningum. Tortellinið er soðið skv. leiðb. á pakka. Grænmetið er sett í botninn á eldföstu fati, síðan tortellinið, síðan er ostasósunni hellt yfir, rifnum osti er dreift yfir og ca. 1/2 poki af Doritos er mulinn yfir fatið í rest. Bakað í ofni á 180°C í 25-30 mín. Borið á borð strax.

Verði þér að góðu :-)

Nú er úti veður vont...... 🌬️☃️