Mín!

Það sem til þarf er:

1 skammtur Vatnsdeigs bollur, 25-30 litlar bollur

Inní:

Rjómi, þeyttur

Dulce de Leche, eða önnur góð karamellusósa

Amaretto (má sleppa)

Brómberjasulta

Fersk jarðarber

Ofaná:

Flórsykur

Mín bolla er alltaf með flórsykri ofaná, það er eitthvað sem breytist ekki.  Það sem ég set inní hana breytist frá ári til árs.  En þetta er bollan mín í ár :-)

Bollan hennar Önnu B. 2018:

Ég baka bollurnar eins og Hér segir. Rjóminn er þeyttur og  nokkrum msk. af Dulche de Leche þeytt útí rjómann, mér finnst erfitt að gefa upp nákvæmt magn, því það er smekksatriði hvað maður vill mikið karamellubragð.  Fyrir okkur sem erum fyrir það er slurkur af Amaretto, geggjað.   Þegar bollurnar eru tilbúnar til að fylla þær, smyr ég góðu lagi af brómberjasultu á neðri helminginn, set síðan nokkrar sneiðar af ferskum jarðarberjum á sultuna, svo kemur stór kúfur af góða þeytta rjómanum, svo smyr ég góðu lagi af Dulce de Leche á efri helminginn og legg hann varlega ofan á rjómann, síðan dusta ég þykku lagi af flórsykri yfir herlegheitin.   

Verði þér að góðu :-)

Bollan  mín 2018 ❣️