Heit Brie ídýfa með þistilhjörtum og grillaðri papriku

Það sem til þarf er:

1 msk. smjör

1 msk. hveiti

½ tesk. sinnepsduft

1 dl léttmjólk

180 gr Brie, smátt skorinn (Gullostur er líka góður)

100 gr. þistilhjörtu í kryddolíu, láta olíuna leka vel af og saxa

2 msk. grillaðar parikur, saxaðar

1 hvítlauksbrauð

1 msk. annað hvort oegano, rósmarin eða timian

Ólívuolía

Ég nota þistilhjörtu alltaf við og við. Mér finnast þau svo mjúk og bragðgóð. Í þessari ídýfu fara þau mjög vel með Brie ostinum.

Svona gerum við:

Bræða smjörið í potti á miðlungshita, hræra útí hveiti og sinnepsdufi síðan mjólkinni og hræra vel í þangað til þykknar og fer að malla. Settu svo ostinm útí og hrærðu í pottinum á meðan osturinn bráðnar, svo er þistilhjörtunum og paprikunni bætt í og allt hitað vel í gegn, en þú skalt passa að hafa hitann ekki of mikinn. Ég bar dýfuna fram í Fondue potti sem ég á, en ef þú átt skál sem hægt er að láta standa á hitaplötu með kerti undir er það fínt. Mér finnst gott að hafa skeið í pottinum svo það sé hægt að hræra í dýfunni. Svo er brauði eða heimagerðu Toast raðað í kringum pottinn eða skálina.

Verði þér að góðu :-)

Hvað er betra en kryddaður heitur ostur 🧀🤷🏻‍♀️