Heitar og sætar cashew hnetur

Það sem til þarf er:

500 gr. cashew hnetur

3 1/2 tsk. cumin

1 1/2 pul biber, eða þurrkaðar rauðar chiliflögur

3 msk. granateplasýróp

3 tsk. ólívu olía

6 tsk. fljótandi hunang

3 tsk. fínt salt

Jæja, ein helgin enn í samkomubanni að renna upp og eitthvað verður maður að gera til að gleðja sig og sína með. Það er gaman að gera eitthvað saman, spila eða horfa á góða mynd í sjónvarpinu. Skemmtilegastir eru þó tónleikarnir, sem okkar frábæra tónlistarfólk er að halda i sjónvarpinu. Þessar heitu og sætu cashew hnetur renna ótrúlega vel niður í góðum félagsskap með góðri tónlist og einhverju góðu í glasi. Frábærar!!

Svona gerði ég:

Ofninn er hitaður í 150°C. Ofnplata með bökunarpappír er gerð klár. Öllu nema hnetunum er blandað saman í skál. Hneturnar eru settar á plötuna og kryddmaukinu hellt yfir þær. Öllu blandað vel saman svo hneturnar þekjist vel með kryddi. Dreift vel úr þeim á plötunni og þær bakaðar í 20 mín., snúið og velt á plötunni eftir 10 mín. Teknar úr ofninum og látnar kólna aðeins. Bornar á borð volgar (æði) eða látna kólna alveg og settar í krukku. Geymast á þurrum köldum stað í 1-2 vikur.

Verði þér að góðu :-)

Hot & sweeeeeeet 😋❤️