Tortillu snúðar

Það sem til þarf er:

12 stk.

5 tortillur

10 egg

1 dl rjómi

6 steiktar bacon sneiðar, saxaðar smátt

70 gr. sterkur ostur, t.d. Hávarður, Mexico- eða Piparostur, rifinn

1/2 dós Mozzarella perlur, saxaðar

1 vorlaukur, þunnt skorinn

1/2 rautt chili, saxaður smátt

1 tsk. papriku duft

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Meðlæti:

Hot sauce

Mín uppáhalds er, "Cholula, Chipotle", hún er aðeins reykt, en ekki of sterk

Nú er kominn sá tími þar sem maður er mikið á ferðinni.  Vorið og góða veðrið togar mann fast í mann, að fara út til að leika sér.  Gott nesti, er jafn nauðsynlegt og góðir gönguskór og bakpoki.  Það er alltaf gott að fá nýja uppskrift af góðu "ferðavænu" nesti, hér er þannig uppskrift á ferðinni.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C.  Möffin form eru spreyjuð með olíu, eða smurð með smjöri.  Tveim tortillum er rúllað upp og þær klipptar ofan í bollana, þannig að þeir rétt standi upp úr forminu og aðeins losað um vafninguna.  Eggin eru þeytt saman, með rjómanum, sjávarasalti, svörtum pipar og paprikudufti.  Eggjahrærunni er hellt í formið upp að helming.  Baconi og  Mozzarella perlum er dreift jafnt á milli bollanna, síðan er rifnum osti dreift ofan á.  Vorlauknum er drussað ofan á, ásamt rauða chili-inu.  Stungið í ofninn og bakað í 20 mín., þangað til eggin eru bökuð og snúðarnir gylltir.  Teknir úr ofninum og látnir kólna aðeins. Hníf er rennt meðfram brúnunum á formunum og snúðarnir teknir upp og settir á grind til að klóna.  Bornir fram með uppáhalds krydd sósunni þinni.  Frystast vel.

Verði þér að góðu :-)

Ferðast vel 🌯🧗 🪺