Tortillurnar hennar Gullu Helga.

Það sem til þarf er:

f. 4-5

Fylling:

1 poki spínat

400 gr. kotasæla (stór dós)

2 hvítlauksrif, pressuð

50 gr.  nýrifinn parmesan ostur

3-4 kjúklingabringur í litlum bitum

8 tortillur

Ofaná:

4-5 msk. rjómaostur með pipar

2 msk. vatn

30 gr. nýrifinn parmesan ostur

Nýmalaður svartur pipar

Við Guðrún Helgadóttir, Gulla, erum búnar að vera saman í saumaklúbb í 30ogeinhver    ár :-)  Við erum 7 í þessum ágæta klúbbi, sem hittist reglulega yfir veturinn.  Við leysum lífsgátuna og eitt og annað smálegt, yfir rauðvínsglasi og huggulegheitum, heima hjá hver annarri. Mér finnst svo gaman að setjast að borði hjá öðrum til að njóta þess sem í boði er, mér finnst það upplifun, alltaf eitthvað gott.  Í eitt skiptið heima hjá Gullu, fengum við þennan kjúklingarétt, og að sjálsögðu sníkti ég uppskrift :-)

Svona gerði Gulla:

Ofninn hitaður í 200°C.  Spínatið er sett í stórt sigti, og sjóðandi vatni er hellt yfir það.  Látið kólna aðeins, svo er vökvinn kreistur úr því, og það saxað. Kjúklingurinn er steiktur á pönnu ásamt hvítlauknum, kryddað með salti og pipar, síðan er kotasælu, spínati og parmesan bætt á pönnuna.  Mallað í smástund og smakkað til.  Fyllingunni, er skipt á milli tortillanna, þeim rúllað upp, og lagðar í smurt eldfast fat.  Öllu sem á að fara ofaná tortillurar er hrært  saman og og því hellt yfir miðjuna á kökunum.  Þær eru svo bakaðar í 15-20 mín., eða þar til osturinn er gylltur og kökurnr heitar í gegn.

Gott salat með:  Blanda af Iceberg- og klettasalati, konfekt tómatar, furuhnetur og fetaostur.

Dressing: Olía, balsamedik, sweet chilisósa og agavesýróp.

P.S.  Ég geri alltaf ríflega af þessum rétti og sting helmingnum í frystinn, til að grípa í seinna, af því hann geymist mjög vel.

Verði þér að góðu :-)

        Gullu gott 😄