Tartiflette
Það sem til þarf er:
F. 6
3 stórar kjúklingabringur (má nota eldað kjúklingakjöt ef þú átt það)
700 gr. góðar kartöflur
300 gr. spínat
1 msk. ólívu olía
1 stór laukur
3 sóló hvítlaukar
250 gr. bacon
3 msk. hveiti
Olía til að smyrja formið með
2 dl rjómi
2 dl kjúklingasoð, ég nota frá Fond eða (endilega nota soðið sem kemur úr fatinu sem þú steikir bringurnar í + hvítvín til að ná 2 dl)
250 gr. Camembert eða Brie
50 gr. sterkur Gouda, rifinn
Þessi réttur færir þig inn á fallegt skíðahótel í frönsku Ölpunum, þar sem logar glatt í stórum arni. Þetta er vetrarréttur, sem er hægt að fá á öllum skíðakrám og hótelum í frönsku- og ítölsku Ölpunum. Hann er svo kósí og hlýjar þér inn að beini. Venjulega er ekki kjúklingur í honum, en ég vil fá meira prótein í minn maga, svo ég bætti honum við. Góður ostur, spínat, bacon, rjómi og kjúlli, það verður varla betra. Endilega prófaðu.
Svona geri ég:
Ofninn er hitaður í 180°C. Ef þú eldar kjúklingabringurnar sjálf, eru þær kryddaðar og settar í olíusmurt fat og bakaðar í um 30 mín. (ekki helda soðnu sem kemur af þeim). Bringurnar eru skornar í bita og velt upp úr soðinu. Kartöflurnar eru þvegnar og skornar í þykkar sneiðar. og soðnar í söltu vatni í 5 mín., eða þar til þær eru tæplega soðnar. Spínatinu er skutlað í stórt sigti í vaskinum. Vatn er soðið í katli og þegar það sýður, er því hellt yfir spínatið og látið leka vel af því. Kælt undir kaldri vatnsbunu og þegar það er orðið nógu kalt til að meðhöndla það, er allur vökvinn sem er í því, undin mjög vel úr því. Laukur er saxaður. Olía er hituð á pönnu og laukurinn er steiktur þar til hann er orðinn glær og rétt að byrja að taka á sig lit, hvítlaukurinn er saxaður fínt og bætt á pönnuna og steikt áfram í 2 mín. Þá er laukurinn settur til hliðar. Á meðan er baconið skorið í bita, síðan er því bætt á pönnuna og steikt þar til það er byrjað að vera stökkt. Þá er lauknum bætt á pönnuna, ásamt hveitinu. Rjómanum er blandað saman við soðið og kryddað til. Eldfast fat er smurt að innan með olíu, síðan er þessu raðað upp eins og lasagne, kartöflusneiðum á botninn, síðan lauk og bacon blöndunni, síðan kjúklingnum og helmingnum af ostunum, rjómablöndunni er hellt yfir jafnóðum. Efsta lagið á að vera kartöflur, kryddaðar með smá salti, bakað í 30 mín. Tekið úr ofninum og restinni af ostinum dreift yfir kartölurnar og bakað áfram í 15 mín. Borið á borð sjóðandi heitt.