Egg í pakka

Það sem til þarf er:

f. 2

2 stórar mjúkar tortillu

150 gr. góð skinka, í sneiðum 

1/2- 2/3 bollar af rifnum sterkum osti, t.d. cheddar eða sterkur Gouda

Nokkrir litlir bitar af Camembert eða Brie, ekki nauðsynlegt

2 stór egg

Meðlæti:

Gott salat 

Í amstri dagsins er nauðsynlegt að fylla á orkutankinn með góðum mat, sem bæði nærir og dekrar við sál og líkama.  Það á sko við núna í skammdeginu og jólaundir-búningnum.  Þessir pakkar taka enga stund og eru æði!!!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður i 180°C2 álpappírsarkir á stærð við hvora tortillu er spreyaður með olíu og kakan lögð ofaná.  Skinkunni er raðað í hring í miðjunni og rifna ostinum dreyft ofaná skinkuna, ásamt Camembert ef þú notar hann.  Myndaðu gat í miðjunni og brjóttu svo egg ofaní gatið.  Taktu tortilluendann sem snýr að þér og legðu hann varlega yfir eggið og ostinn, síðan leggurðu eftri endann ofaná þann nerði og brýtur uppá hvorn enda og heldur síðan pakkanum saman með höndunum á meðan þú pakkar honum eins inní álpappírinn.  Ekki hvolfa pökkunum, annars lekur eggið úr þeim.  Pakkarnir eru settir á plötu og bakaðir í 22-25 mín., þar til osturinn er bráðinn og eggið passlega eldað.  Borið fram strax með góðu salati, salti og pipar.

Verði þér að góðu :-)

https://sites.google.com/a/annabjorkmatarblogg.com/anna-bjoerk-matarblogg/heima/egg/egg-i-poka/IMG_7872.jpg

Mjög góður pakki 🎁