Brauðið

Það sem til þarf er:

1 stk. (12-15 sneiðar)

1 msk. þurrger

1/2 tsk. sykur

3 dl. mjólk

450 gr brauðhveiti

2 tsk. salt

2 egg

Olía

Ég held að flestir geti verið sammála um að er fátt betra en nýbakað brauð.  Ilmurinn sem fyllir húsið þegar brauðið er að bakast í ofninum er ómótstæðlegur, svo heimilislegur og notalegur.  Að ég tali ekki um þegar maður stingur fyrsta bitanum af brauði smurðu með fullt af bráðnandi smjöri á, í munninn, dásamlegt.

Svona ferðu að:

Gerið er sett í skál ásamt sykrinum og smávegis af líkamsheitri mjólkinn og látið leysast upp í ca. 10 mín.  Hveiti og salt er hrært saman í stóra skál. 1 egg þeytt lauslega útí restina af vel volgri mjólkinni og henni er svo hræt útí hveitið og hrært  áfram þar til degið hangir vel saman.  Þá er því hellt á hveitisrtáð borð og hnoðað í ca. 10 mín., eða þar til það er sprungulaust og mjúkt.  Hveitiskálin er smurð með olíu og deigkúlan sett í skálina og olíu- smurð matarfilmu sett lauslega yfir skálina.  Látið hefast á volgum stað í 1 klst., eða þar til degið hefur tvöfaldast. Ofninn er hitaður í 200°C.  Lítil eldföst skál, með heitu vatni er sett í innsta hornið á ofninum og hituð með honum.  Hveitistráður bökunarpappír er settur á plötu. Deginum er hellt úr skálinni á hveitistráð borð og hnoðað upp í kúlu.  Húnver sett á plötuna og lófanum þrýst létt á kúluna til að fletja hana lítillega út.  Skurðir eru skornir í kúluna frá miðju og niður með henni, allann hringinn.  Olíuborin filma er sett yfir degið og það látið hefast í 30-40 mín., á volgum stað.  1 egg er þeytt létt og degið penslað með því, og bakað í  30-35 mín., þar til það er fallega gyllt og hljómar holtað innan, þegar bankað er í það.  Kælt á grind.  Borðað með eins miklu smjöri og þig langar í. 

Verði þér að góðu :-)

Besta sem til er 🥖