Eggs Benedict- keto style

Það sem til þarf er:

f. 2

2 egg

4 skinkusneiðar

Smjör til að steikja uppúr

Fersk steinselja

Edik

Í brauðið:

1 tsk. smjör

1 msk. möndlumjöl

1 msk. kókoshveiti

3/4 tsk. lyftiduft

Salt á milli fingra

1 egg

1 msk. rjómi

Í Hollandaise sósuna:

75 gr. smjör

2 eggjarauður

1 msk. vatn

1/2 - 1 msk. sítrónusafi

Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Cayanne pipar á hnífsoddi

Það er nú ekki slæmt að gæða sér á Eggs Benedikt á sunnudagsmorgni og það er minna mál en sýnist að útbúa þessi Eggs Benedikt. Og Við hættum ekkert að gera vel við okkur, þó við séum á LKL eða keto mataræði, það býður uppá svo marga góða valkosti. Brauðið er bakað í örbylgjuofninum, svo það tekur ekki nema augnablik og þú ert bara nokkrar mínútur að búa til sósuna. Svo ekki láta neitt draga úr þér eða hefta þig í að dekra svolítið við þig og þína í tilefni hvíldardagsins, njóttu hans í botn.

Svona geri ég:

Lítil skál ca. 8-9cm. í þvermál, með beinum hliðum og flötum botni, er smurð vel að innan. Mjölið er blandað saman í skáinni, eggið brotið útí , rjómanum hellt úti og svo er öllu vel blandað saman með gaffli, svo það sé kekkjalaust. Sléttað yfir og stungið í örbylgjuofninn á hæsta hita í 2 mín. eða þar til það er fullbakað. Kælt og klofið í tvennt. Sósan: Smjörið er brætt í potti, á meðan eru eggjarauðurnar þeyttar með rafmagnspísk, þar til þær eru léttar og ljósar. Smjörinu er hellt mjög rólega útí á meðan þú lætur þeytarann ganga á fullu, þar til allt smjörið er blandað útí eggjarauðurnar. Kryddað til með sítrónusafa, salti, pipar og cayanne pipar. Poached egg: Vatn er látið í hálfan meðalstóran pott, með góðum slurk af ediki og smá salti. Þegar róleg suða er komin upp, er 1 egg í einu brotið ofaní vatnið og látið sjóða rólega í 3 mín. Eggin eru tekin uppúr vatninu og sett á disk, svo vatnið renni vel af þeim. Brauðhelmingarnir eru steiktir gyllti á pönnu uppúr smjöri, það er nóg bara örðu megin. Svo eru skinkusneiðum raðað ofaná, þá eggi, 2-3 skeiðum af sósu er dreypt yfir og í lokin smávegis af saxaðri steinselju. Restin af sósunni sett í litla könnu og borin fram með.

Verði þér að góðu ;-)

Brilliant byrjun......... )