Thai kjúklinga smjördeigsrúllur

Það sem til þarf er:

24 stk.

200 gr. kjúklingabringur eða file, gróf saxaðar

150 gr. bacon

1 hvítlauksrif, marið

3 vorlaukar, saxaðir

2 msk. ferskt kóríander, saxað

1 chili, fræhreinsuð og fínsöxuð

1 msk. fiskisósa

1 egg

1 tsk. ferskt engifer, rifið

400 gr. frosið smjördeig

1 eggjarauða, þeytt

2 msk. sesame fræ, svört eða ljós

Til að dýfa í:

Sweet chili sauce

Þessir litlu krydduðu smjördeigs kjúklinga molar eru rosalega góðir.  Ef þú ert fyrir sweet chili sause, kjúkling og kórinander ættirðu að kíkja á þessa.  Annað sem er gott er, að það er hægt að gera þá löngu áður og eiga í frystinum :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C.  Kjúklingur, bacon, hvítlaukur, vorlaukur, kóríander, chili, fiskisósa, 1 egg og engifer er allt sett í matvinnsluvél og hakkað þar til það er rétt blandað (ekki of mikið). Smjördeignu er rúllað út, langsum í 100 kr. penings þykkt, á hveitistráð borð.   Fyllingunni er skipt jafnt á deigplöturnar, jaðrarnir á löngu hliðunum eruð penslaðir með vatni og deginu rúllað þétt utanum fyllinguna.  Lengjurnar eru penslaðar með þeyttri eggjarauðu og sesame fræjum stráð yfir. Á þessu stig er hægt að frysta rúllurnar. Þær eru svo skornar í 3 cm bita og bakaðar í 15 mín., eða þar til þær eru gylltar og bakaðar í gegn. Bornar fram með sweet chili sauce.

Verði þér að góðu :-)

Áramótagleði 🥂🍾