Purple rain

Það sem til þarf er:

150 gr. sykur

80 ml. vatn

Fjólublár gel matarlitur, eða sá litur sem þú vilt

Fancy, pancy, smá skraut til gamans. Sundurm vantar mann bara eitthvað fyrir augað! Þú getur notað þetta eins og þér dettur í hug, á bollakökur, kökur og allskonar konfekt. Sykurinn er mjög harður og bráðnar ekki auðveldlega, prófaðu endilega.

Svona geri ég:

Silikon motta eða bökunarpappír er sett á bökunarplötu. Sykurinn er settur í pott og gel litnum blandað saman við vatnið og hann hrærður upp í því. Litaða vatninu er svo hellt út í sykurinn og hann hitaður án þess að hræra í honum, þar til hann nær 160°C á sykurmæli (Hard candy) eða um 5-7 mín. Þá er sykrinum hellt á plötuna og velt um hana nokkuð hratt, hann storknar fljótt, síðan er hann látinn kólna alveg, en passaðu þig sykruinn er mjög heitur. Notður eins og þig langar til.

Verði þér að góðu :-)

💜💜 Gordjöss 💜💜