Chia súkkulaði búðingur

Það sem til þarf er:

f. 2

4 msk. Chia fræ

3 dl kókos/möndlumjólk

1 msk kakó (ég nota Green&Black´s)

1/4 tsk. kanell

1/4 tsk. vanilludropar

1/8 tsk. Erythriol eða annað sætuefni

Salt

Ofaná ef þú vilt:

1-2 tsk. rjómi, þeyttur eða óþeyttur

Nokkur ber að eigin smekk

Er ekki yndisleg tilhugsun að byrja daginn á desert, sérstaklega í skammdeginu og drunganum eins og núna. Ég hef verið að breyta mínu mataræði í áttina að keto, eins og svo margir eru að gera og er þetta einn að þeim morgunverðum sem ég geri fyrir okkur Guðjón. Það sem er svo þægilegt við þennan, er að þú gerir hann daginn áður svo er hann tilbúinn þegar þér hentar. Hollur og bragðast eins og besti eftirréttur. Prófaðu!!

Svona geri ég:

2 msk. af Chia fræum eru sett í hvort glas. Restinni er blandað saman í könnu og smakkað til með bragðefnunum og salti. Blöndunni er skipt á milli glasanna og hrært vel í. Mér finnst gott að láta glösin standa í 1-2 tíma á borðinu og hræra í þeim við og við áður en ég set plastfilmu yfir og sting glösunum í ísskápinn, amk. yfir nótt, en geymist í 2 daga í ísskáp. Ef þú átt rjóma, er það mesta dekrið að setja smávegis útá og nokkur ber, það er toppurinn!!

Verði þér að góðu :-)

Toppurinn 😋