Heit Cheddar og jalapenjo dip

Það sem til þarf er:

250 gr. chorizo pylsa, söxuð

1 grænt chili, saxað (fræheinsað)

1 krukka niðursoðinn jalapeno pipar, saxaður

1/2 tsk. cumin

1/4 tsk. cayanne pipar

1 1/2 msk. hveiti

1 1/2 - 2 bollar kjúklingsoð

2 bollar rifinn Ísbúi

1 boli rifinn cheddar

Kóríandrelauf, söxuð

Borið fram með:

Nachos

Partý smellur, ég gef lofað því... :-)

Ég er búin að gera þessa oftar en ég man, og á örugglega eftir að gera hana oftan en ég get ímyndað mér.

Svona gerum við:

Chorizo pylsan er steikt á miðlungshita í um 5 mín., þá er kryddi, chili og jalapeno bætt við og steikt áfram í smástund. Svo er hveitinu hrært samanvið og látið steikjast í augnablik, áður en soði er hrært útí og það hitað að suðu. Ostunum er síðan bætt útí og hitað þangað til þeir eru bráðnaðir og dýfan er vel heit í gegn, um 3 mín. Kóríanderlaufum er dreyft ofaná og dýfan borin fram með nachos. Það er sniðugt að bera ídýfuna fram í potti eða öðru íláti með kertaloga undir til að halda henni heitri, ef þér finnst hú of þykk er gott að þynna hana með dálitlu vatni eða soði.

Verði þér að góðu :-)

Vanabindandi......