30
Það sem til þarf er:
Ca. 38-40 stk.
1 bolli smjör
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
2 egg
1 tsk. vanillusykur
2 bollar hveiti
2 1/2 bolli haframjöl, púlsað nokkrum sinnum í blandara
1/2 tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1 1/2 bolli muldar heslihnetur
350 gr. suðusúkkulaði, saxað
50 gr. hvítt súkkulaði, saxað
Það er ekki hægt að ásaka mig um að vera brjálæðislega fljóta að bregðast við, allavega ekki þegar þessar dásamlegu súkkulaðibitakökur eru annarsvegar. Ég get ekki útskýrt af hverju ég hef ekki bakað þær fyrr en núna, ég skrifaði uppskriftina í bók fyrir 30 árum, eftir manni sem kom fram í Opruh þætti, sem ég horfði á þegar ég var ung :) Ég held hann hafi fengið verðlaun fyrir uppskriftina, sem er vel trúlegt því þær eru æði. Ég get því miður ekki sagt meira um blessaðan manninn, sem á uppskriftina, þar sem ég skrifaði nafnið ekki niður. En takk fyrir, kæri maður fyrir uppskriftina, kökurnar eru geggjaðar!
Svona er uppskriftin góða:
Sykur, púðursykur og smjör er þeytt létt og ljóst. Eggjunum er bætt út í einu í einu og hrært í vel á milli, síðan er vanillusykri. Haframjölið er púlsað nokkrum sinnum í blandara. Því er hrært út í smjörið ásamt hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda. Síðan er söxuðu súkkulaði og heslihnetum bandað út í deigið. 1 msk. af deigi er sett á pappírsklædda plötu með svolitlu bili á milli. Bakað í 190°C, í 10-12 mín. Kældar á grind og settar í box þegar þær eru kaldar.