Bacon Butty

Það sem til þarf er:

f. 1

6 sneiðar bacon

1 lítill laukur í þunnum sneiðum

2 egg

Smjör til að smyrja með og steikja úr

Majónes

Crunchy hnetusmjör

2 sneiðar gott brauð

Ollræt...., það þýðir ekkert að ætla að telja kaloríur eða mæla fitu, ef þessi er á malseðlinum þínum í dag...... Þá er bara að NJÓTA og hugsa alls ekki um morgun-daginn..... Unaður ;-)

Svona gerðum við:

Baconið er grillað í ofninum eða steikt á pönnu. Laukurinn er steiktur í smjöri þar til hann er gylltur. Eggin eru steikt eins og þú vilt hafa þau (sunny side up or down :-D) Önnur brauðsneiðin er smurð með smjöri, hin er smurð með hnetusmjörinu. Lauknum er hrúgað á sneiðina með smjörinu, baconinu er raðað ofaná hann og eggjunum staflað þar ofaná og toppað með majónesinu. Að lokum er sneiðinni með hnetusmjörinu lögð ofaná allt saman....

Enjoy.... ég segi og skrifa :-D

P.s. Þessi samloka vann 1. verðlaun í samkeppni sem tímaritið Olive, hélt meðal lesenda sinna, um hver væri Besta Bacon Samloka Bretaveldis, en bacon samlokur eru í miklu uppáhaldi hjá þeim (mér líka). *Masterchef dómarinn, John Torode var dómari í keppninni og valdi þessa þá bestu. Hvað finnst þér?

WOW!! 😮