Pasta Primavera með basilsmjöri

Það sem til þarf er:

F. 4

125 gr. mjúkt smjör

1/4 bolli saxað ferskt basil + 1 msk.

500 gr. pasta eða spagetti

1 miðlungs stór púrra, vel þvegin

1 stórt zucchini

1 msk. ólífu olía

1 rauðlaukur, fín saxaður

2 hvítlauksrif, marin

1 stór rauð paprika, í þunnum sneiðum

1 stór gul paprika, í þunnum sneiðum

80 gr. ristaðar furuhnetur

Primavera, þýðir vor á hinni hljómfögru ítölsku. Tæknilega er komið sumar hjá okkur hér, en við látum ekkert svoleiðis flækjast fyrir okkur, og borðum léttan og ljúfan rétt sem er fullur af lit og ferskleika.

En, svona gerum við:

Smjöri og 125 gr. af söxuðu basil er blandað saman í skál. Smjörið er sett á plastfilmu, til að búa til rúllu úr því, sem er sett í kæli í 30 mín. Púrran er skorin í 3 parta á þverveginn og svo í hver partur í mjóar ræmur, sama er gert við zucchiniíð. Pastað er soðið skv. leiðbeiningum á pakka, "al dente", í stórum potti af saltvatni. Vatnið sigtað af og pastanu haldið heitu. Olían er hituð í wok pönnu, laukurinn og hvít-laukurinn, steiktur þar til laukurinn er mjúkur, þá er paprikunum bætt útí og steikt áfram, þar til byrjar að brúnast. Síðan er púrru og zucchini bætt útí wokinn og steikt áfram þar til púrran mýkist. Grænmetið er sett í stóra skál og pastanu hellt yfir og öllu blandað vel saman. Restinni af basilinu er dreift yfir ásamt furuhnetunum. Borið fram með basilsmjörinu og rifnum ferskum parmesanosti.

Verði þér að góðu :-)

Primavera 🌱