Bakaður lax með smjörbaunum

Það sem til þarf er:

f. 2

400 gr. laxaflak, beinhreinsað

1 dós smjörbaunir

1 hvítlauksrif

2-3 msk. steinseljuolía eða 1/2 búnt steinselja, söxuð + olía

1 msk. extra virgin ólívu olía

Sítrónusafi og svolítill rifinn börkur af sítrónunni

Salt og pipar

Ferskt salat

Ef það er lítill tími til að elda, en þig langar samt í eitthvað gott og hollt er þetta frábær matur, tekur um 15 mínútur að koma honum á diskinn.

Svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 200°C . Laxinn er saltaður og pipraður og bakaður í 12-14 mínútur. Baunirnar eru settar í sigti og látið leka vel af þeim. 1 msk. af olíu ásamt steinseljuolíunni og hvítlauknum er hitað á pönnu á lágum hita. Baununum er bætt útá og þær hitaðar í gegn. Þegar þær eru vel heitar er gott að merja þær aðeins með gaffli. Þegar þær eru bornar fram er gott að kreista sítrónusafa- og rífa börk yfir. Svo hefurðu gott salat með ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Eldsnöggt og hollt