Bang Bang kjúklingur

Það sem til þarf er:

f. 4

500 gr. spagetti, soðið skv. leiðb. á pakka

750 gr. kjúklingabringur

1 1/2 msk. ólífu olía

3 hvítlauksrif, söxuð

3 tsk. paprikuduft

Nýmalaður svartur pipar

1 msk. söxuð fersk steinselja

Í sósuna:

1/2 bolli Hellmans majones

1/2 bolli Thai sweet chili sósa

2 hvítlauksrif, marin

2 msk. ferskur lime safi

1/4 tsk. rauðar piparflögur, muldar milli fingra

1/2 msk. laukduft

Þegar ég var að á facebook um daginn rann þessi uppskrift  í gegnum fréttaveituna hjá mér.  Mér leist vel á hana, sérstaklega af því að það voru rækju í henni (elska þær).   Ég sá svo að það var hægt að skipta þeim út og nota kjúkling í staðinn, sem ég átti til, svo ég breytti til og hafði kjúllann,  þetta var einfalt og rosa gott.

Svona gerði ég:

Paprika, 3 hvítlauksrif og pipar er blandað saman í skál.  Kjúklingabringurnar eru skornar í strimla og þeir settir í skálina og velt uppúr kryddinu, látið standa í 1/2 - 1 klst.  Spagettíið er soðið skv. leiðb. á pakka.  Allt hráefni í sósuna er hrært saman í skál.  Olía er hituð á stórri pönnu og kjúklingurinn er steiktur það til hann er fulleldaður,  ca. 8-10 mín.  Spagettíinu er hellt í sitgi og látið renna af því, síðan er því hellt á pönnuna með kjúklingnum og sósunni síðan hellt yfir og blandað vel saman.  Steinseljunni er stráð yfir í lokin og borið á borð.

Verði þér að góðu :-)

Bang Bang!!