Engifer rjómi

Það sem til þarf er:

F. 4-6

3 dl rjómi

3 kúlur af niðursoðnu sætu engifer

3 msk. engifersíróp úr krukkunni

4 msk. Marsala, má sleppa

4-5 engifer kexkökur

Physalis ber til að skreyta með og þunnar sneiðar af sætu engifer

Hér er á ferðinni geggjaður engifer eftirréttur sem er ekkert mála að búa til.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Engiferkúlurnar eru saxaðar smátt. Rjóminn er þeyttur, þar til hann myndar létta toppa, þá er engifersírópinu og Marsala víninu, ef þú notar það, bætt út í og þeytt varlega áfram, svo það blandist vel saman.  Saxaða engifernum er blandað varlega út í.  Sett í sprautupoka og sprautað í falleg glös, á fæti.   Engifer kexið er malaðar fínt með kökukefli og dreift yfir rjómatoppana, skreytt með Physalis berjum og nokkrum sneiðum af sætu engifer.  Geymist tilbúið í ísskap, í  sprautupokanum, í 1-2 tíma.

Verði þér að góðu :-)

Svo gott 🫚🤎🧡