Grillaðar nautavefjur

Það sem til þarf er:

f. 4

600 gr. nautafile, skorið í þunnar sneiðar

1 gul paprika, í strimlum

1 rauð paprika, í strimlum

1 græn paprika, í strimlum

1 rautt eða grænt chili, í þunnum strimlum

Salt og svartur pipar

Grillpinnar, vel bleyttir

Meðlæti:

Soðin hrísgrjón

Sesamsojasósa:

200 ml sojasósa

1 msk. púðursykur

1 laukur, fínsaxaður

2 tsk. léttristuð sesamfræ

Þessar vefjur eru óviðjafnanlegar að mínu mati,  Xar í öll boxin þegar mig langar í einfaldan, en bragðmikinn grillmat.  Það skemmir ekki að hann fer vel með línurnar.  Uppskriftin er úr gömlu blaði frá ÁTVR, en ég er aðeins búin að útfæra hana, að mínu skapi í gegnum tíðina.  Það eru oft skenmtilegar uppskriftir í blöðunum frá þeim.

Svona geri ég:

Ég byrja á að búa til sósuna.  Síðan legg ég 1 sneið af kjöti á borðið og set 1 tsk. af sósu á sneiðina, síðan 1 strimil af hverjum lit af papriku og 1 af chili á endann á hverri sneið og  rúlla þenni svo þétt saman og þræði á grillpinna.  Vefjurnar eru svo penslaðar með olíu saltaðar og pipraðar og grillaðar á heitu grilli í 2 mín. á hvorri hlið.  Vefjurnar eru svo bornar fram með soðnum hrísgrjónum og afganginum af sósunni og góðu rauðvíni.

Verði þér að góðu :-)

Litríkt og dásamlegt 😋