Ferskar vorrúllur með dipping sósu

Það sem til þarf er:

f. 4

100 gr. vermicelli núðlur

1 bolli kínakál, rifið

1 gulrót, rifin

1/3 bolli honey roasted peanuts

3 msk. kóríander, saxað

1 msk. mynta, söxuð

1 msk. fiskisósa

2 tsk. olía

1 tsk. sesamolía

1/2 tsk.chrushed red pepper

16 blöð rice paper

Sósa:

1/3 bolli Hoi sin sósa

1/4 bolli pómu sósa

1/4 bolli vatn

Namm namm..... þessar eru æði ;-) Ég hef notað þessar sem forrétt, smárétt og snakk.... ooog ja, mér finnst þær bara rosa góðar :-)

Svona gerum við þessar litlu góðu:

Vermicellið er soðið skv. leiðb. á pakka. Soðvatnið síað frá og núðlurnar skolaðar undir kaldri vatnsbunu. Saxað í 10 cm lengjur, því er svo blandað saman í skál með hnetum, káli og gulrótum. Í annarri skál er kóríander, myntu, fiskisósu, sesamolíu og rauðum pipar blandað saman og því svo blandað vel við núðlurnar og græn-metið. Rice paper er bleyttur upp skv. leiðb. á pakka, núðlu-og grænmetisblöndunni er skipt á milli pappíranna og rúllað þétt upp. Geymast í kæli með plasti yfir í einföldu lagi í 2-3 tíma. Hoisin- og plómusósa ásamt vatninu er blandað í skál og haft með til að dýfa rúllunum í.

Verði þér að góðu :-)

Ferskt og rosa gott 🎉🥂