Púrtvínsleginn Stilton

Það sem til þarf er:

f. 2-4 sem nart

1 krukka af handgerðum Stilton osti

Góður slurkur af Púrtvíni

Til að bera fram með:

Valhnetur í skelinni og hnetubrjótur

Þurrkaðar döðlur og gráfíkjur

Ferskar perur í sneiðum

Vínber

Vatnskex

Glas af góðu Púrtvíni

Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera núna, til að undibúa matargleðina fyrir jólin, ekki bara að baka smákökur. Eitt sem mér finnst frábært er að púrtvínsvæta Stilton ost og láta hann þrostkast og taka sig til jóla. Þetta er auðvelt að gera og er ótrúlega gott. Ég tala nú ekki um stemminguna við það að sitja saman við kertaljós að brjóta vahnetur og skafa silkimjúkan ostinn uppúr krukkunni til að gæða sér á með perubita, á fallegu desemberkvöldi :-)

Svona geri ég:

Lokið er tekið af krukkunni og vaxinnsiglið er losað varlega ofanaf ostinum, en ekki henda því. Nokkrar holur eru stungnar oafní botn á ostinum, með mjóum prjóni, síðan er góðu dökku Púrtvíni hellt ofná ostinn, svo það fljóti dálítið borð ofaná honum. Það er ágætt að láta ostinn standa óvarinn á borðinu í smástund áður en vaxinnsiglið er lagt varlega ofaná aftur ásamt lokinu og krukkunni pakkað þétt í matarfimu án þess að halla krukkunni og henni svo stungið í lítinn plastpoka og hnýtt fyrir. Krukkunni er svo stungið inní horn á ísskápnum og látinn bíða í 4-6 vikur. Þegar þú ætlar svo að njóta þess að borða ostinn er hann borinn fram með valhnetum í skel ásamt hnotubrjót, góðum döðlum eða gráfíkjum og vel þroskuðum perum og auðvitað litlu glasi af rúbínrauðu Púrtvíni.....

Verði þér að góðu :-)

Gleðileg jól!