Karrýsúpa með laxi og kartöflum

Það sem til þarf er:

f. 4-6

30 gr. smjör

1 1/2 bolli gróft saxaður laukur

2 tsk. milt karrýmauk

2 bollar vatn

2/3 bolli hvítvín

1 1/4 bolli rjómi

1 dós kókosmjólk

2 1/2 bolli kartöflur í teningum

1/2 kg. laxa, í teningum

4 msk. söxuð steinselja

Salt og pipar

Borin fram með:

Brauði og góðri olíu (Dukkah ef þú átt það)

eða smjöri

Ég hef verið hrifin af karrýsúpum frá því ég smakkaði þá fyrstu.  Mér finnast súpur svo fullkomin máltíð, allt í einni skál, rjúkandi heit og með góðu brauði og smjöri  :-)  Það eru orðin þó nokkuð mörg ár frá því ég gerði þessa karrýsúpu fyrst, og hún slær alltaf í gegn heima hjá mér. Laxinn og kartöflurnar fara vel með bragðmiklu karrýinu og kókosmjólkin gefur súpunni síðan flauelsmýkt á tungunni.

En svona elda ég súpuna:  

Laukurinn er mallaður í smjöri í 3-4 mín., þar til hann er mjúkur.  Þá er karrýmaukinu hrært útí laukinn og mallað í 1-2 mín. í viðbót.  Þá er vatni, víni og kókosmjólk bætt útí ásamt kartöflunum og mallað rólega í 15 mín., eða þar til kartöflurnar eru soðnar, kryddað með satli og pipar (meira karrý ef þú vilt meiri hita).  Að lokum er laxi og rjóma bætt í pottinn og soðið áfram í 2-3 mín.  Borin fram með saxaðri steinselju, brauði, Dukkah og góðri olíu eða smjöri.

Verði þér að góðu :-)

Elska karrý 🤗