Jarðarberja soufflé pönnukaka

Það sem til þarf er:

F. 4

300 gr. fersk jarðarber, þvegin, kjarnhreinsuð og skorin í stóra bita

6 egg, aðskilin

Salt

5 dl mjólk

4 1/5 dl hveiti

1 dl sykur

2 tsk. fínrifin sítrónkubörkur

40 gr. smjör

2 msk. flórsykur, til að strá yfir

Sólskins morgunverður :-) Það er nauðsynlegt að fá sér eitthvað gott á svona fallegum degi.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C. Tvær 24 cm (10") ofnþolnar pönnur eða pottar með háum brúnum, eru hafðar við hendina. Eggjahvíturnar með salti á milli fingra, eru stífþeyttar. Mjólk, hveiti, eggjarauður, sykur, sítrónubörkur og smá salt er þeytt í annarri ská, með rafmagns þeytara. Eggjahvítunum er hrært varlega útí. Smjörinu er skipt á milli pannanna, brætt og smurt uppá brúnirnar. Deginu er hellt jafnt á milli pannanna og jarðarberjunum stráð yfir. Bakað í 10-15 mín., (ath. ofnhiti er misjafn milli ofna) ef þér finnst kakan brúnast of fljótt er álpappír settur yfir pönnuna. Flórsykri er stráð yfir þegar kakan er borin fram. Mér fannst æði að hafa kalt smjör og sýróp með.

Verði þér að góðu :-)

Létt eins og fis 🍓☕