Eðla

Það sem til þarf er:

1 askja rjómaostur, til matreiðslu

1 krukka salsa, medium sterk, passar mér

Ostur, t.d. mozzarella eða balnda af gratínostum

Meðlæti:

Nachos

Það er eiginlega must try ef þú ert ekki búin að því fyrir löngu síðan....

Svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 200°C. Magnið er passlegt í 1 eldfastan bökudisk. Rjómaostinum er snurt í botninn á disknum, salsanu hellt ofaná og dreift yfir. Þakið með osti, rifnum eða í sneiðum, magn og tegund að vild. Hitað í ofninum þar til búbblar út við brúnirnar á disknum og allt er vel heitt. Borið fram með uppáhalds nachosflögunum þínum.

Verði þér að góðu :-)

Einum of gott :-)