Pönnusteikt andabringa með perum, kóríandersósu og bökuðum rauðlauk með einiberjum

Það sem til þarf er :

F. 4

4 perur

4 andabringur

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipara

Olía og smjör til að steikja uppúr

Meðlæti:

Kóríandersósa

Rauðlaukur með rauðvíni og einiberjum

Smjörsteiktar perur 

Andabringa er eitt það besta sem þú steikir á pönnu.  Það er eins og það verði skyndilega hátíð, um leið og bringan lendir á heitri pönninni og ilmurinn fyllir vitin.  Það er mjög auðvelt að steikja abringurnar, þa eina sem ar að passa er að ofsteikja hana ekki. Hér er hún pöruð með dásamlegum smjörsteiktum perum og bökuðum lauk með einiberju.  Sósan er ekki af verri endanum, hún er úr gömlu Gestgjafa blaði og er frá Úlfari Finnbjörnssyni, sem er landsþekktur snillingur.

Svona geri ég:

Bringurnar eru teknar kaldar úr ískkápnum, saltaðar vel báðum megin og piparaðar. Bringurnar eru settar á kalda pönnu á lágan, miðlungs hita. Það er best að bringurnar malli rólega svo húðin verði sem best. Bringurnar eru steiktar í 12-15 mín., eða þar til húðin verður mahognay brún og stökk. Þá er bringunum snúið og þær steiktar á hinni hliðinni í 10-12 mín., svona steiktar eru bringurnar ljósbleikar í miðunni.   Teknar af pönnunni og látnar hvílast í 10 mín. áður en þær eru skornar í nokkuð þunnar sneiðar.  Bornar fam með meðlætinu og góðu rauðvínsglasi.

Verði þér að góðu :-)

Hátíðarmatur 🥂