Karrýkjúlla gratín

Það sem til þarf er:

f. 4

1 grillaður kjúklingur (gott að nota t.d. afganga af kalkún)

2 meðal hausar nýtt brokkolí (eða 1 lítill poki frosið brokkoli)

3 dl majones

2 dósir Campell´s kjúklingasúpa + 1/2 dós vatn

2 1/2 msk. karrý

1 tsk Fond kjúklingakraftur

1/2 sítróna, safi

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Rifinn ostur

Rasp

Meðlæti:

Soðin hrísgrjón

Hvítlauksbrauð

Dýrðlegur kósýmatur, sem klikkar ekki.  Kannsi ertu búin að búa þennan rétt til, árum saman.  Þessi réttur er eitt af því fyrsta sem ég lærði að elda og er jafn góður í dag og mér fannst hann þá.  Það er hægt að nýta afganga af hatíðar kalkúnnum alveg eins og eldaðan kjúkling.  Það er frábært fyrir þá sem eru treim í heimili eins og við GM, að skipta uppskriftinni í 2-3 hluta og eiga í frystinum, þegar ekki er tími eða nenning í að elda mat.  Endilega prófaðu :-)

Svona gerum við:

Brokkolíið er skorið í miðlungs bita og soðið í saltvatni í 5 min., vatninu hellt af og það kælt.  Ef það er frosið er nóg að afþýða það og láta leka vel af því. Allt kjöt rifið af kjúklingnum í munnbitastærð.   Majones, súpur, vatn, kraftur, sítrónusafi og krydd hrært saman, í stóri skál, smakkað til.  Kjúklingnum og brokkolíinu er bætt út í sósuna og blandað vel saman. Sett í rúmgott eldfast fat, eða fleiri minni.  Osti dreyft yfir og raspi og síðan smá meira af osti.  Stungið í 200°C heitan ofninn og bakað í um 30 mín. Borið fram með hvítlauksbrauði og soðnum hrísgrjónum. 

Verði þér að góðu :-)

        Gamaldags kósý 🥹