Picnic salat

Það sem til þarf er:

f. 6

300 gr. pasta

Salt + olía

1/2 bolli ferskur sítrónusafi (ca. 3 sítrónur)

1/2 bolli góð ólívu olía

2 tsk. salt

1 tsk. svartur pipar

1 kg. stórar tígrisrækjur

1 bolli saxaðaður vorlaukur

Er lautartúr í sigtinu? Þrælgott og þolinmótt pastasalat, sem hægt er að útbúa kvöldinu áður en þú ætlar að nota það. Dásamlegt og mettandi og með góðu brauði og smjöri er það fullkomið. Frábært í saumaklúbbinn ef þú ert tímabundin, á hlaðborð, eða í picnic :-)

Svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 200°C. Rækjurnar eru lagðar á klædda bökunarplötu, olíu, salti og pipar drussað yfir og þær bakaðar í 5-6 min., eða þar til þær eru bleikar og eldaðar í gegn (passa að elda þær ekki of lengi). Pastað er soðið skv. leiðbeiningum á pakka í söltu vatni með slurk af olíu útí, þar til það er "al dente". Vatninu er hellt frá og pastað sett í stóra skál. Sítrónusafi, 1/2 bolli olía, 2 tsk. salt og 1 tsk. pipar er þeytt saman í skál. Þessu er hellt yfir heitt pastað og öllu blandað vel saman. Rækjunum er bætt útí pastað ásamt græn-metinu, kryddjurtunum og ostinum og öllu varlega blandað saman, smakkað til með salti og pipar. Látið standa í stofuhita í 1 tíma eða svo, þannig að bragðið taki sig. Það er líka hægt að geyma það yfir nótt í ísskáp, en þá er gott að athuga hvort þurfi að krydda það til. Það er gott að hafa brauð og smjör með og jafnvel ísskalt milliþurrt hvítvín .

Verði þér að góðu :-)

Lautartúr í sigtinu? :-D