Tartalettur með kjúlla og grænmeti

Það sem til þarf er:

F. 4

2 stórar bökunarkartöflur

1 stór laukur

3 sellerí stilkar

300 gr. gulrætur

2 hvítlauksrif

600 gr. eldað kjúklingakjöt

1-2 dósir Campell's kjúklingasúpur

KJúklingakrydd

Kjúklingakraftur

Sjavarsalt og nýmalaður svartur pipar

1 askja Tartalettur

ATH.  Ef þú átt annarskonar grænmeti,ferkar kryddjurtir, eða afgang af rjóma, er upplagt að nota það út í jafninginn

Þessi réttur hérna, er sko margreyndur og mikill uppáhalds skútumatur, hjá okkur GM.  Það sem er svo frábært við hann að hann er einfaldur í undirbúningi, (enda veitir ekki af, þegar maður er að elda út á sjó og hallinn á bátnum er um 25-30°)   Það er ekkert flókið í honum, hann er kósý, hlýjar þér þegar það er kalt og setur kjöt á beinin.  Svo er hægt að tjútta hann upp, ef þú átt auka grænmeti eða ferskar jurtir sem þú þarft að klára.  Það má t.d. nota afganginn af jólakalkúninum í staðinn fyrir kjúkling.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Kartöflurnar eru skornar í teninga, laukurinn saxaður og hvítlaukurinn pressaður.  Gulræturnar eru þvegnar og skornar í bita.  Selleríið er skorið í þunnar sneiðar.  Olía er hituð á rúmgóðri pönnu á meðalhita, grænmetið er steikt á pönnunni, þar til laukurinn er mjúkur og grænmetið rétt að byrja að brúnast, saltað og piprað.  Þá er það tekið að pönnunni og  sett til hliðar.  Kjötið steikt í smá stund og kryddað með góðu kjúklingakryddi, salti og pipar.  Öllu blandað saman og tekið af hitanum.  í rúmgóðum potti eru 1-2 dósir af kjúklingasúpu og  1/2-1 dós af vatni, eða blöndu af vatni og rjóma hitað og hrært vel saman.  Kjötinu og grænmetinu er hellt út í og blandað vel saman.  Þú getur bætt meiri vökva í ef sósan er of þykk.  Kryddað til með kjúklingakrafti og kryddum og látið malla saman í 10-15 mín.  Tartaletturnar eru hitaðar og bornar á borðið með sósunni.  

Verði þér að góðu ;-)

Kósýmatur 🍗🫛