Toffý epli

Það sem til þarf er:

í 8 epli

8 stk. af blönduðum eplum, t.d. Mackintosh, Fuji, Gala eða Granny Smith

8 langi trépinnar (grillpinnar)

450 gr. rjómakaramella (ég nota Góu)

2 msk vatn

150 gr. súkkulaði, dökkt, hvítt eða rjómasúkkulaði er þittt val, jafnvel allar sortir

Til skrauts:

Muldar hnetur

Kókos

Oreo kex, mulið

Daim, mulið

Rice crispies

Kanelbrjóstsykur, mulinn

Hvað sem þér dettur í hug að bragðist vel með epli og karamellu :-)

Ef það er lítið fólk á heimilinu eða þú átt barnabörn, er upplagt að hafa þau með í að búa til eplin og skreyta þau, þeim finnst heldur ekkert vont að borða þau ...... :-) Eplin geymast vel á köldum stað í nokkra daga.

Svona gerum við:

Best er að hafa allt tilbúið í skálum sem þú ætlar að hafa utaná eplunum til skrauts. Eplin eru þvegin vel svo allt vax fari af þeim, þá tollir karamellan betur á þeim. Svo eru þau þerruð og það er ágætt að geyma þau á köldum stað, þá harðnar karamellan fyrr. Pinnanum er stungið í eplið þar sem stilkurinn kemur upp. Karamellan og vatnið er sett í meðalstóran pott og brædd þar til hún er samfelld og fljótandi. Það er gott að halla pottinum þegar eplunum er dýft í karamelluna og hafa skeið til taks til að ausa upp eins langt upp á eplin og maður vill að hún nái, síðan er karamellan láti leka vel af. Gott er að skafa sem mest undana botninum á eplunum og setja þau síðan á pappírs klædda bökunarplötu til að storka, alla vega í 1klst. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði, og síðan er eplinu velt uppúr því sem hugurinn girnist. Kælt í ísskáp í nokkra tíma. Mér finnst fallegt að setja eitt og eitt í sellófanpoka og binda fyrir með silkislaufu, svo sætt ag færa litlum vinin svona gjöf.

Verði þér að góðu :-)

Valkvíði í gangi.......