Kartöflumús með salvíusmjöri

Það sem til þarf er:

f. 4

4 stórar kartöflur, skrældar og skornar í bita

1 - 1 1/4 bolli mjólk, heit

Salt

4 msk. smjör

8-10 salvíublöð

Ég elska salvíu, hún minnir mig alltaf á hátíðir, sérstaklega jólin.  Hún getur gert hvaða hversdagsmat sem er að hátíðarmat.  Hérna setur hún töfraljóma á hverdagslega kartöflumús.

Svona geri ég:

Kartöflurnar eru soðnar í léttsöltu vatni þar til þær eru gegnsoðnar og mjúkar.  Vatninu er hellt af þeim og þær maukaðar með heitri mjólkinni og smakkaðar til með salti.  Smjörið er brætt í litlum potti og látið brúnast aðeins, svo það komi smá hnetulykt. Þá er salvíulaufunum bætt útí og þau steikt í smjörinu í smástund.  Hellt yfir kartöflumúsina, og borið á borð.

Verði þér að góðu :-)

Sólgul og fögur  🌿🌞