Smjörbauna hummus


Það sem til þarf er:

1 dós smjörbaunir

1 hvítlauksrif, marið

3 msk. hnetusmjör

Safi og börkur af 1/2 -1 lime , smakka til þau eru missúr

7 msk. extra virgine ólífu olía

Sjávar salti og nýmalaður svartur pipar

Gott að hafa með:

Það er svo nauðsynlegt að gera sér dagamun þegar helgarfríið gengur í garð, og það er ekki verra ef það sem maður sukkar með, er nokkuð hollt og bara ágætt fyrir mann :-)

Svona geri ég:

Vökvinn er síaður af baununum og þær settar í matvinnsluvél og maukaðar ásamt hvítlauk, hnetusmöri, safa og berki af limeinu, kryddað með salti og pipar, oig smakkað til. 5 msk. af ólífuolíunni er blandað smátt og smátt samanvið, smakkað til og kælt. Þegar ídýfan er borin fram er gott að hafa hana með toppum í skálinni og hella síðustu 2 msk. af olíunni yfir svo hún myndi litlar tjarnir ofaná henni. Borin fram með stökkt bökuðu pítubrauði, krydduðu með sjávarsalti og rósmarín, uppskriftina finnur þú hér, og það er mjög gott að hafa marineraðan fetaost í skál með.

Verði þér að góðu :-)

Gott :)