Tagliatelle með reyktum laxi

Það sem til þarf er:

F. 2

130 gr.

20 gr. smjör

130 gr. rjómaostur

60 gr. reyktur lax

200gr. tagliatelle, ferskt eða þurrkað

Sjávarsalti og nýmalaður svartur pipar

Extra virgin ólívu olia


Páskahátíðin er að ganga í garð og ekkert er eins og það er vant að vera. Við erum vön að fara út um allar trissur um páskana til að stunda útivist, vera í sumarbústöðum umkringd fjölskyldu og vinum, en ekki núna. Núna skemmtum við okkur heima og einbeitum okkur að því saman, að vinna bug á þessu skelfilega Covid-19 smiti sem er að herja á heiminn. Það sem við getum gert til að láta tímann líða og hafa það sem best á meðan, eru allskonar tómstundum og borða góðan mat. Þessi réttur er einfaldur og mjög góður, tilvalinn hádegismatur eða léttur kvöldverður fyrir tvo, en samt einfalt að tvöfalda hann.

Svona geri ég:

Laxinn er skorinn í huggulegar sneiðar eða bita. Pastað er soðið í söltu vatni skv. leiðb. á pakka., geyma smá slurk af soðvatninu. Smjörið er brætt á pönnu á vægum hita og rjómaosturinn er bræddur. Um leið og pastað er soðið er laxinn settur út í rjómaostinn og velt varlega um pönnuna, síðan er pastanu bætt út í og velt rólega um svo osturinn þeki það, þynnt með smávegis af soðvatni ef þarf. Borið á borð með svörtum nýmölum pipar og smá slurk að góðri ólívu olíu.

Verði þér að góðu :-)

Lekkert..... 💜💛