Tómatsúpa með saffran og grilluðum ostabrauðs molum

Það sem til þarf er:

f. 4-6

3 msk. góð ólífu olia

2 stórir laukar, saxaðir

3 hvítlauksrif, fínsöxuð

1 líter gott kjúklingasoð, ég notaði tilbúið soð í fernu

2 dósir saxaðir tómatar eða maukaðir (stewed)

Góð klípa af saffran

Salt,pipar og nokkur korn af sykri á milli fingra

1/2 bolli rjómi

Ostabrauðs molar:

4 sneiðar hvítt samlokubrauð

2 msk smjör, brætt

Rúm 100 gr. af góðum osti (upplagt að nýta þessa smábita sem virðast alltaf vera

í ísskápnum, allavega mínum)

Góð basilolía

Þessi súpa lætur ekki mikið yfir sér, en hún kemur svo sannarlega á óvart.  Ég held að það sé saffranið sem gefi henni svolítið skemmtilegt og fágað bragð.  Smá slurkur af basilolíu á diskinn, gerð gott enn betra að mínum viti, því eins og flestir vita er hjónaband tómatarins og basilkunnar eitt það farsælasta sem um getur :-)  Það er svo ekki verra hvað súpan er mettandi og ódýr, þannig að allt mælir með því að prófa hana.

En í verkefnið:  

Olían er hitur í stórum potti og laukurinn er steiktur á lágum hita í 15 mín., þangað til hann er gylltu og mjúkur.  Þá er hvítlauknum bætt útí og látið malla áfram í 1-2 mín.  Næst er soði, tómötum, saffran, salti, pipar og nokkrum kornum af sykri (alls ekki mikið) bætt við og suðan látin koma upp og mallað í 15 mín.   Þá er potturinn tekinn af hitanum og súpan maukuð með töfrasprota.  Að lokum er rjómanum bætt í súpuna og smakkað til í restina.

Ostabrauðs molar:  

2 sneiðar eru lagðar á bretti og smurðar vel i öll horn með bræddu smjöri, þá er þeim snúið við og ostinum dreift á ósmurðu hliðina, síðan eru hinar sneiðarnar lagðar ofaná og þær smurðar með restinni af smjörinu.  Samlokurnar eru grillaðar í samlokugrilli þar til þær eru fallega brúnaðar.  Þá eru þær skornar í litla teninga og lítil hrúga af molum sett í miðun á hverjum súpudisk.  Mér finnst rosalega gott að sletta smá basilolíu í kringum molana á mínum diski.

Verði þér að góðu :-)

Kvöldmatur 🍲🍅🧀