Nutella/Milka múss með kirsuberjasósu og hafrakökum

Það sem til þarf er:

f.  6-8

2 1/2 dl rjómi

180 gr. Milka Alpine milk mjólkursúkkulaði,grófsaxaði (mé finns það gefa besta bragðið og áferðina)

1/4 bolli Nutella

1/2 msk. Amaretto (má sleppa)

1/2 msk. Amarula (má sleppa)

1/4 bolli ristaðar heslihnetur, grófsaxaðar

Meðlæti:

Kisuberjasósa frá Den Gamle Fabrik, í glerkrukkum

Hafrakökur, ég nota þessar

1/2 - 1 dl rjómi þeyttur

Ég hef ekki tölu á hvað ég hef gerð þessa múss oft.  Hún slær alltaf í gegn.  Þetta er ein af þeim uppskriftum sem maður fer alltaf aftur og aftur í, af því hún er svo auðveld að það er grínOg hún er  svooooooo góð ;-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C og hneturnar settar á álpaappír og ristaðar í 7 mín.  Teknar úr ofninum og kældar.  Þegar þær eru kaldar eru þær grófsaxaðar.  1/3 af rjómanum er hitaður í potti að suðu.  Tekinn af hitanum og súkkulaðið sett útí ásamt Nutella og látið standa í smástund þar til súkkulaðið og Nutellað er bráðið, þá er líkjörnum hrært útí ef hann er notaður.  Restin af rjómanum er  þeyttur og hrært varlega samanvið.  Sett í  í 6-8 glös og kælt í lágmark 2-3 tíma.  Þegar mússin er borin fram er glasið skreytt með þeyttum rjóma, kirsuberjasósu, hnetum og 1-2 hafrakökum.

Verði þér að góðu :-)

ATh.  Það er hægt að geyma mússina tilbúna í kæli allt að 2 dögum  áður en á að nota hana.

Gerðu svo vel 🍨