Sauce Bérnaise

Það sem til þarf er:

f. 4-6

4 eggjarauður

400 gr. smjör, bráðið

1-2 msk. bérnaise essens

1 1/2 tsk. esdragon

1 tsk. fljótandi nautakraftur

1/4 tsk. Worchestersósa

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Ég ætla ekki að reyna að giska á hvað eru margar útgáfur af þessari dásamlegu sósu í gangi og allar "þær bestu". Svo ég má til að setja mína útgáfu í púkkið, svo mér finnist ég ekki útundan :-) Þessi uppskrift er fjölskyldu uppáhald, einföld og "skotheld" auðvitað ;-J

Svona geri ég:

Smörið er brætt í potti og sett í könnu með stút. Eggjarauðurnar eru settar í skál, ásamt 1 tsk. af esdragoni og þeyttar léttar og ljósar, með rafmagnsþeytara. Brædda smjörinu er hellt í smá bunum útí eggjarauðurnar og þeytt í stöðugt í á meðan, þar til allt smjörið er komið útí rauðurnar. Smakkað til með bérnaise esssence, nautakrafri, Worchester-shire sósu, meira af esdragoni, salti og pipar. Borin á boð með uppáhalds steikinni þinni.

Verði þér að góðu :-)

Ath. Ég hef skálina ekki í vatnsbaði þegar ég bý sósuna til. Mér finnst það ekki þurfa þegar smjörið er sjóðandi heitt og sósan fer strax á borðið.

Steikina þína vantar Bérnaise 😇