Crispy skinka og ostur með Hot pepper jelly

Það sem til þarf er:

F. 2

4 sneiðar af góðu samlokubrauði, helst úr bakaríinu

4 sneiðar af góðri skinku 

4 sneiðar af osti, Tindur er mitt uppáhald

Nokkrar tsk. af Hot Red Pepper jelly frá Stonewall Kitchen + auka til að bera fram með

 Panko rasp

2 egg

1/2 dl mjólk, tæplega

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Smör og góð olía til að steikja uppúr

Jæja gott fólk, hér er mætt laaaang besta samloka sem ég hef gert til þessa.  Hún hefur allt til að bera, hún er með crispy hjúp að utan, að innan er hún djúsí full af bráðnuðum osti skinku og piparsultu, vá algjört dúndur.   Yfirleitt á maður allt sem þarf í samlokuna í ísskápnum, svo það stoppar mann ekki í að búa hana til og njóta hennar.  Þú verður að prófa, þú átt að svo skilið ;-)

Svona geri ég:

Allar brauðsneiðarnar eru smurðar með sæmilegu lagi af sultunni.  Síðan eru settar skinku og ostsneiðar, til skiptis ofan á aðra brauðsneiðina, svo er hin sneiðin lögð ofan á.  Eggin eru slegin út í frekar flatri skál, saltað og piprað og síðan er mjólkinni eytt út í.  Panko raspið er sett í aðra flaka skál.  Rúmgóð panna er hituð á tæplegan meðalhita með blöndu af smjöri og avokadó olíu á.  Samlokunum er stungið í eggjablönduna og velt upp úr henni og brauðinu leyft að drekka í sig bleytuna í augnablik, síðan er þeim velt upp úr raspinu, líka á hliðunum.  Samlokurnar eru settar á pönnuna og steiktar upp úr blöndu af smjöri og góðri olíu, svo smjörið brenni ekki, í nokkrar mínútur á hvorri hlið, þar til þær eru fallega gulbrúnar og stökkar að utan.  Smávegir af grófu sjávarsalti er drussað yfir samlokurnar, áður en þær eru skornr í tvennt horn í horn og bornar á boð með restinni af piparsultunni.

Verði þér að góðu :-)

Sturluð 🥪🤪