The French Dip borgarinn

Það sem til þarf er:

f. 6

3 msk. smjör

5 laukar, 4 skornir í þunnar sneiðar

1 lárviðarlauf

Sjávarsalalt  og nýmalaður svartur pipar

1/2 tsk, timian

1 bolli sterkt nautasoð, Consommé súpa frá Campbell's er góð í þetta)

1 1/2 bolli sýrður rjómi

1 kg. nautahakk, það besta sem þú getur keypt

Ca. 1/4 bolli Worchestershire sósa

Líti lúka fínsöxuð steinselja

Olía

6 góð hamborgarabrauð, klofin

Mjúkt smjör til að smyrja brauðin með

Kartöfluflögur

Meðlæti:

Pickles í sneiðum

Ég vel þennan sem HAMBORGARA ÁRSINS!!!  Það er eins og að borða hamborgara og franska lauksúpu í einu og ég elska bæði, sigur alla leið. Hann er svo djúsí, og það er hvergi kokteilsósa nálægt (þó mér finnist hún góð).  Það eins sem ég get sagt er slurp.

Svona gerði ég:

Smjörið er brætt á pönnu á meðalhita, og þunnskorni laukurinn er settur a pönnuna ásamt satli, pipar, lárviðarlaufi og timian.  Laukurinn er látinn malla og hrært í af og til þar til hann er mjúkur og vel gylltur á litinn og sæt karamellaður. Þá er soðinu hellt yfir og mallað áfram þar til mestmegnis af vökvanum er gufað upp.  Kælt í smástund og lárviðarlaufinu hent og sýrði rjóminn hrærður útí. Hakkið er sett í skál, ásamt Worchester-shiresósu, salti og pipar og 3-5 msk. af lauknum sem eftir var, rifnar á rifjárni ofaní skálina með hakkinu og steinseljan.Degið hnoðað létt saman í stóra pylsu sem er skorin í 6 hluta og borgarar formaðir  úr því.  Það er gott að hafa þá þykkari útí kantana svo þeir séu jafnir þegar þeir dragast saman í steikingunni. Hamborgarabrauðin eru klofin efitir endilöngu og smurð með þunnu lagi af smjöri og létt ristaðir á smjörhliðinni.  Borgararnir eru smurðir með þunnu lagi af olíu, saltair og pipraðir.  Þeir eru grillaðir á meðalheitu grilli í 6-8 mín., snúið einu sinni og eru þá bleikir í miðjunni.  Bornir fram með því að setja borgara á neðra brauðið, síðan stórri skeið af laukmauki, nokkrum kartöfluflögum og picklessneið og efra brauðið efst, einn kaldur á kantinum..... fullkomið að mínu mati. 

Verði þér að góðu :-)

      Come to mama 😋