Gratíneruð blómkálssúpa

Það sem til þarf er:

f. 4

50 gr. smjör

1 laukur, saxaður

1 hvítlauksrif, marið

2 meðalstórir blómkálshausar, brotnir í lítil blóm

1 stór bökunarkartafla, skorin í bita

1 L gott kjúklingasoð

1 1/2 dl matreiðslurjómi

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Toppur:

100 gr. sterkur cheddar, rifinn

120 gr.  Tindur, rifinn

1 lúka ítölsk steinselja, söxuð

Það er alltaf gott að taka einn og einn léttan matardag.  Í dag er þannig dagur á mínum bæ.  En, það þýðir ekki að það sé eitthvað tros á borðum, síður en svo, þessi súpa er herramannsmatur, prófaðu bara :-)

Svona ferðu að:

Smjörið er brætt í stórum pottti á miðlungshita.  Hvítlaukur og laukur eru steiktir mjúkir.  Þá er helmingnum af blómkálinu og kartöflunni bætt útí ásamt soðinu og suðan látin koma upp og mallað í 20 mín., þar til allt er mjúkt.  Kælt aðeins.  Á meðan er restin af blómkálinu soðin í ca. 5-6 mín., í léttsöltu vatni.  Blómkálinu er hellt í sigiti og kælt undir kaldri vatnsbunu, síðan er látið leka vel af því.  Súpan er sett í matvinnsluvél og maukuð, eða töfrasproti settur í pottinn og maukað.  Súpan er hituð og marteiðslurjómanum bætt útí, kryddað til með salti og pipar og blómkálið sett útí.  Grillið í ofninum er hitað og súpunni skipt á milli 4 ofnþolinna skála.  Ostinum er blandað saman og dreyft yfir súpuskálarnar og grillað í nokkrar mínútur þar til osturinn er gylltur og bráðinn.  Síðast er steinseljunni dreyft yfir.  Brauð og smjör með, ef þú vilt.

Passa sig á skálunum þær eru heitar!

Verði þér að góðu :-)

Matarmikil eðalsúpa 🥣🧀