Kókos/karrýsúpa

Það sem til  þarf er:

2 tsk ólívu olía

4 hvítlauksrif, marin

1 laukur, saxaður

3-4 cm engifer, saxað smátt

1-2 rauð chili

1-1 1/2 msk. milt karrýmauk (t.d. frá Pataks)

2 grænmetisteningar

3 dl vatn

2 dósir kókosmjólk lite

2 dósir venjuleg kókosmjólk

1 dós saxaði tómatar + vökvi

2 stórar kartöflur, í bitum

1 sæt kartafla, í bitum

1 brokkolíhaus

200 gr. sykurbaunir skáskornar

Salt og pipar

Borið á borð með súpunni:

Ristaðar grófar kókosflögur

Saxað ferskt basil, vorlaukur og kóríander, lúka að hverju

Gott brauð og smjör

Styrkleiki og hiti súpunnar fer að miklu eftir því hvað þú notar mikið karrýmauk og hvort þú notar allt chiliið, líka fræin, en hitinn er í fræunum og himnunum.  Þessi uppskrift er góður grunnur, svo þarf hver og einn að smakka til eftir sínu nefi.  Svo er hún alltaf betri daginn eftir :-)

Svona er aðferðin:

Olían er hituð í stórum potti.  Karrýmauk, hvítlaukur, chili, engifer og laukur er látið malla á vægu hita í svolitla stund, þar til laukur og krydd er farið að ilma vel og er meyrt.  Þá er tómötum, vökva, vatni, teningum og kartöflum bætt við og soðið í 7-8 mín.  Þá er kókosmjólk, brokkolí og sætri kartöflu (ekki hafa þær of smáar) bætt í og mallað í nokkrar mín.  Saltað og piprað, og að síðustu er sykurbaununum bætt við.   Borin fram með skálum af söxuðum kryddjurtum og ristuðum kókosflögum, brauði og smjöri.

Verði þér að góðu :-)

Sterk og kröftug 🥥🥣💪🏻