1001 Nótt

Það sem til þarf er:

F. 8, sem milli réttur eða lítill forréttur

4.2 dl gott kjúklingasoð

1 lítil kúrbítur, skorinn í litlar lengjur (eldspítur)

1 vorlaukur skáskorinn í sneiðar

2 msk. fín rifin ferskt engiferrót

2 msk. marið og fín saxað ferskt lemongrass (eða 1 1/2 tsk. fín rifinn sítrónubörkur)

1/4 tsk. þurrkaður rauður pipar, fín mulinn

350 gr. risarækjur, saxaðar + 8 heilar og soðnar

400 gr. kókosmjólk (ekki light)

2 msk. ferskt basil, saxað

2 msk. létt ristaðar grófar kókosflögur

Spennan magnast, það er að koma Gamlárskvöld og ég ræð mér venjulega ekki þegar ég er að skipuleggja hvað á að borða. Ég sleppi mér lausri í orðsins fyllstu merkinu, því ég hendi öllum hefðum fyrir borð og allt kemur til greina. Ég er venjulega með tvo lita forrétti, aðalrétt og svo er það eftirrétturinn, mæ god....! Þá fer tappinn gjörsamlega úr og allt sem er glamúr, glitter og over the top er málið (en á samt að vera hægt að undirbúa áður ;)). Þessi uppskrift hér er æði. Ég hef oft notað þessa dásamlegu taílensku rækju/kókossúpu sem milli rétt. Hún er mjög einföld, falleg á borði og hægt að búa til áður, bara að hita hana upp og setja í falleg glös eða litlar skálar og skreyta. Hún er fínlega krydduð, án þess að vera sterk, en er full af bragði.

Svona geri ég:

8 risarækjur eru soðnar í smálögg af vatni með svolitlu salti, þar til þær eru ekki glærra lengur, heldur gegn bleikar. Vatninu hellt af og þær settar til hliðar á disk. Soðið er sett í miðlungsstóran pott og suðan látin koma upp. Þá er kúrbít, vorlauk, engiferrót og lemongrass eða sítrónuberki og rauðum pipar bætt út í og suðan látin koma upp aftur og soðið í 3 mín. Svo er kókosmjólkinni bætt út í og hitað að suðu. ATH. hér er fínt að stoppa ef þú ætlar að búa súpuna til fyrir fram og klára seinna, gott að hafa allt sem á vantar, tilbúið á disk í ísskápnum. Söxuðu rækjunum er bætt út í og látið malla mjög rólega í ca. 1-3 mín., þar til rækjurnar eru soðnar og orðnar bleikar, hrært í við og við. Skipt á milli lítilla glasa eða skála og skreytt með einni stórri rækju, söxuðu basil og grófum kókosflögum. Mér finnst ekki passa að hafa brauð með súpunni, en allt í lagi að vera með smjördeigsstrá ef þú átt svoleiðis, en lítið af því, helst ekkert.

Verði þér að góðu :-)

Elegant 🥂🍂