Bakaðir leggir og grænmeti

Það sem til þarf er:

F. 2-4

2 kjötmiklir lambaleggir

1-2 bökunarkartöflur, með hýðinu, skornar í báta

1 stór laukur, skrældur og skorinn í 8-10 báta

5-6 hvítlauksrif, heil

2 stórar gulrætur, skáskornar í þykkar sneiðar

1/2 búnt fersk steinselja, söxuð

1 kjúklingateningur, mulinn 

1/2 flaska þurrt hvítvín

Nokkrar klípur af smjöri

Sítrónupipar

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Það er gott að þurfa ekki alltaf að eyða löngum tíma í undirbúninginn á kvöldmatnum, á sumrin og maður er á fullu úti að leika á góðum sumradögum og er að skemmta sér.  Hér er á ferðinni einn af uppáhalds "go to" réttum okkar GM, þegar við erum að sigla og leika okkur á paddlebord-unum.  Eftir svoleiðis dag, viltu fá heitan og góðan mat í kroppinn, án þess að hafa of mikið fyrir  því.  Allt er sett í sama steikarfatið og stungið í ofninn eða á grillið, á meðan þú færð þér kokteil fyrir matinn, situr úti og  nýtur góða veðursins.  Flækjustigið er ekkert.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Leggirnir eru þerraðir vel og kryddaðir með sítrónupipar, salti og pipar.  Leggirnir eru ettir í miðjuna á litlu málm steikarfati.  Grænmetið er skorið og sett í kringum leggina.  Mulinn kjúklingateningurinn og smjörklípurnar eru settar inn á milli og hvítvíninu hellt yfir.  Tvöfalt lag af álpappír er sest yfir og lokað þétt fyrir.  Stungið á grill með loki, í 1 1/2 klst. án þess að taka álpappírinn af, eða í ofninn á 180°C í sama tíma.  Tekið af hitanum og látið jafna sig í 10-15 mín.  Þá er állokið tekið af og rétturinn settur á fat, ásamt öllum steikarsafanum og borinn á borð.

Verði þér að góðu :-)

Dásamlegt 🤿⛵