Rósakál með baconi

Það sem til þarf er:

F. 4-6

1/2 kg. rósakál

6 þunnar sneiðar bacon

1.5 dl rjómi

40 gr. smjör

Fersk rifin múskat hneta

Rósakál er vanmetið grænmeti, en margir halda upp á það með hátíðarmatnum. Hér er það maukað, rjóma- og smjörbætt plús bacon, vá geggjað. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Rósakálið er snyrt, brún og marin lauf fjarlægð. Róskálið er soðið í saltvatni í 6-8 mín., þar til það er meyrt. Hellt í sigti og látið leka vel að því. Sett í matvinnsluvél. Baconið er steikt stökkt og fitan látin leka vel af því. Rjóminn og smjörið er hitað í potti, þar til smjörið er bráðnað, kryddað með salti og pipar og góðum slatta af ný rifinni múskathnetu. Hellt yfir rósakálið í vélinni og maukað, þar til það er flauels slétt og kekkjalaust. Sett í skál og allt baconið, nema 1-2 sneiðar, eru muldar og hrærðar í maukið, sett í fallega skál og restin af baconinu er mulin yfir, til skrauts, borið á borð.

Verði þér að góðu :-)