Volg jarðarberjakaka

Það sem til þarf er:

F. 4

115 gr. ósalt smjör, brætt + til að smyrja formið með

145 gr. frosin jaraðarber, afþýdd

75 gr. púðursykur

75 gr. hrásykur

1.2 dl mjólk við stofuhita

1/2 tsk. salt

130 gr. hveiti

1 tsk. lyftiduft

Til að bera fram með:

Vanillu ís

Þeyttur rjómi

Eru stundum nokkur frosin jarðarber, sem hringla um í frystinum hjá þér í pokahorni?? Ég lendi í þessu og þar sem ég er ekki til í að henda þeim, er ég oft í veseni með að nýta þau í eitthvað skemmtilegt. En ekki lengur, þessi kaka er svo einföld og góð og klárar restina af jarðarberjunum sem leiðist í frystinum. Borin fram með góðum kaffibolla og vanillu ís, er toppur. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C og form sem er 20x20 er smurt að innan. Púðursykri og hrásykri er blandað saman. Jarðarberin eru marin létt með gaffli eða fingrunum, síðan er 75 gr. af sykrinum blandað saman við, til að þau gefi frá sér safann (ekki henda honum). Í meðalstórri skál er smjöri, restinni af sykrinum, mjólk og salti blandað saman síðan er hveiti og lyftiduft blandað út í og þeytt þar til allt er vel blandað saman. Deiginu er smurt í formið (ég veit það er ekki mikið af því). Jarðarberjunum ásamt safanum er dreift yfir deigið með skeið, forminu stungið í ofninn og kakan bökuð í 20-25 mín., eða þar til prjónn kemur hreinn upp þegar stungið er í kökuna miðja. Látin kólna í smástund, síðan er hún skömmtuð í skálar með stórri skeið og borin fram með ís eða rjóma og góðum kaffibolla.

Verði þér að góðu :-)

Sunnudags gott🍓☕